Höfuðhandrit eddukvæða, GKS 2365 4to, Konungsbók, sem ritað var um 1270, er nú aðgengilegt í nýrri röð rafrænna textaútgáfna, Editiones Arnamagnæanæ Electronicæ, á vegum Árnastofnunar á Íslandi og Árnasafns í Kaupmannahöfn.
Mánudaginn 11. nóvember voru fyrstu miðaldahandritin flutt úr Árnagarði í nýtt öryggisrými í Eddu. Handritin hafa verið geymd í sérstakri öryggisgeymslu í Árnagarði síðan í upphafi áttunda áratugarins eða í tæp 55 ár.
Föstudaginn 4. október sl. var íslensk-þýska veforðabókin LEXÍA opnuð við hátíðlega athöfn á 40 ára afmæli deildar skandinavískra fræða við háskólann í Vínarborg
Árnastofnun tók þátt í Vísindavöku 2024 laugardaginn 28. september. Í ár kynntu þeir Atli Jasonarson, Bjarki Ármannsson og Steinþór Steingrímsson nokkur verkefni Árnastofnunar.
Rithöfundurinn Salman Rushdie kom nýverið til landsins til að taka á móti Alþjóðlegum bókmenntaverðlaunum Halldórs Laxness. Meðan á heimsókninni stóð lagði hann leið sína á Árnastofnun.
Sigurðar Nordals fyrirlestur er haldinn 14. september ár hvert. Fyrirlesari í ár var Veturliði Óskarsson, prófessor í norrænum fræðum við Uppsalaháskóla í Svíþjóð, og hefur upptaka af erindi hans nú verið gerð aðgengileg.
Í dag, 11. september, var nýr vefur Árnastofnunar, m.is, opnaður. Í þessari fyrstu útgáfu er hægt að fletta upp í þremur orðabókum sem Árnastofnun gefur út, Íslenskri nútímamálsorðabók, Íslensk-enskri orðabók og Íslensk-pólskri orðabók.