Íslensk fræði eru kennd víða um heim, þar á meðal í Japan. Kennsla í vestrænum bókmenntum varð til þess að japanskir námsmenn komust fyrst í kynni við íslenska tungu og menningu sem var gjörólík þeirra eigin.
Hugtökin íslenska sem móðurmál, annað mál og erlent mál eru lýsandi hugtök um það hvernig málhafi hefur náð tökum á málinu og hvernig því er miðlað til erlendra málhafa.